74. ársþingi KSÍ lokið
74. ársþingi KSÍ er lokið, en það var haldið í Klifi, Ólafsvík. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa um afgreiðslu þeirra hér á síðu KSÍ.
Tillaga að lagabreytingu (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Tillaga til lagabreytinga - Ágreiningsmál og staðalsamningur þjálfara (Stjórn KSÍ) - Viðar Halldórsson, FH, lagði til að tillögunni yrði skotið til stjórnar KSÍ til frekari umfjöllunar. - Samþykkt
Tillaga til lagabreytinga – Leyfiskerfi í efstu deild kvenna (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Tillaga til lagabreytinga – Fjölgun félaga í Pepsi Mx deild karla (ÍA) - Breytingartillaga við þingskjal 10 – KFÍA gerir það að tillögu sinni ásamt stjórn KSÍ að á grundvelli skýrslu starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja og framkominnar tillögu ÍA á þingskjali 10 verði nýr starfshópur skipaður til þess að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir hafa verið. Ber starfshópnum að skila áliti sínu og tillögum eigi síðar en 1. september 2020. - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Fjöldi leikmanna á leikskýrslu í yngri flokkum (ÍA) - Sigurður Sigursteinsson, ÍA, lagði til að fella 4. flokk út úr tillögunni. - Samþykkt
Tillaga til ályktunar – Dómarastörf í 2. aldursflokki (ÍA) - Breytingartillaga við þingskjal 12 - ÍA lagði fram lagabreytingartillögu á þingskjali nr. 12 að stjórn KSÍ kanni möguleika á því að leggja fram og raða dómurum og aðstoðardómurum á alla leiki í Íslandsmóti í 2. aldursflokki. Þannig verði tillögu á þingskjali nr. 12 vísað í viðeigandi farveg og til frekari ákvörðunar hjá stjórn KSÍ. - Samþykkt
Tillaga til ályktunar - Leikmannasamningar í 1. og 2. deild kvenna (ÍR) - Ásgrímur Helgi Einarsson, Fram, lagði til að 2. deild kvenna yrði felld út úr tillögunni. - Samþykkt
Borghildur Sigurðardóttir, Stjórn KSÍ, lagði til að tillagan yrði send í starfshóp um heildarendurskoðun kvennaknattspyrnunar. - Felld
Tillaga til ályktunar - Endurgreiðslur skatta og gjalda til félagasamtaka (Stjórn KSÍ) - Samþykkt