2228. fundur stjórnar KSÍ - 12. febrúar 2020
2228. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn miðvikudaginn 12. febrúar 2020 á Laugardalsvelli og hófst kl. 16:00.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættur varamaður í stjórn: Þóroddur Hjaltalín.
Mættur framkvæmdastjóri KSÍ: Klara Bjartmarz, sem ritaði fundargerð.
Forföll: Magnús Gylfason (aðalmaður í stjórn)
Þetta var gert:
- Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
- Fundargerðir nefnda/starfshópa voru lagðar fram til kynningar:
- Laga- og leikreglnanefnd 28. janúar 2020.
- Laga- og leikreglnanefnd 4. febrúar 2020.
- Landsliðsnefnd U21 karla 21. janúar 2020.
- Landsliðsnefnd kvenna 10. janúar 2020.
- Mótanefnd 16. janúar 2020.
- Fjárhagsnefnd 6. febrúar 2020.
- Fjárhagsnefnd 10. febrúar 2020.
- Reglugerðir
- Lögð var fram tillaga til breytinga á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót – Keppni varaliða mfl. karla. Stjórn samþykkti tillöguna.
Lagt er til nýtt ákvæði 24 til bráðabirgða 2020:
24.gr.
Keppni varaliða í meistaraflokki karla
Leiktími: 90 mín. (2 x 45 mín.)
Leikhlé: 10 mín.
Framlenging: 30 mín. (2 x 15 mín.)
Skiptingar: Heimilt er að setja alla (5) varamenn inn á í leik.
Stærð knattar: 5
24.1. Íslandsmót
24.1.1. Þátttökurétt hafa öll félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks sama keppnistímabil. Óheimilt að tefla fram sameiginlegum liðum, skv. 14. grein.
24.1.2. Leikin skal stigakeppni, einföld eða tvöföld umferð heima og heiman, háð fjölda liða. Mótanefnd ákveður nánar um keppnisfyrirkomulag þegar þátttaka liggur fyrir.
24.1.3. Hlutgengir til leiks í hvert sinn eru allir leikmenn hvers félags. Þátttaka leikmanna í keppni varaliða í meistaraflokki karla veldur ekki óhlutgengi í keppni yngri aldursflokka.
24.1.4. Liðin skulu sjálf standa straum af ferðakostnaði sínum, en annan kostnað vegna leiksins greiðir heimalið.
24.1.5. KSÍ skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara í leiki mótsins. Heimalið skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í leikjum mótsins.
24.1.6. KSÍ skal veita verðlaun til sigurvegara og liðsins í 2. sæti.
- Lögð var fram tillaga til breytinga á reglugerð um knattspyrnumót og reglugerð KSÍ í 5, 7- og 8 manna liðum. Stjórn samþykkti að vísa tillögunni til mótanefndar til umsagnar.
- Lögð var fram tillaga til breytinga á reglugerð KSÍ um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga. Stjórn var sammála um að rýna þyrfti tillöguna betur og frestaði afgreiðslu hennar.
- Lögð var fram tillaga til breytinga á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót – Keppni varaliða mfl. karla. Stjórn samþykkti tillöguna.
- Ársþing
- Drög að dagskrá fyrir málþing 21. febrúar í Ólafsvík var lögð fram til kynningar.
- Dagskrá 74. ársþings KSÍ var lögð fram til kynningar.
- Gísli Gíslason formaður laga- og leikreglnanefndar kynnti framkomnar tillögur og greindi frá athugasemdum við þær.
- Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti þau framboð sem hafa borist til stjórnar og verið staðfest af kjörnefnd.
- Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar kynnti drög að ársreikningi 2019. Mikil sveifla var í rekstri á síðasta starfsári og nokkrar forsendur í áætlun þess árs sem gengu ekki eftir. Stjórn var sammála um mikilvægi þess að nýta árið 2020 til lækkunar rekstrarkostnaðar sambandsins þannig að rekstur þess verði í jafnvægi til næstu ára. Þá er stjórn einhuga um að leitað verði allra leiða til að ná tökum á rekstri Laugardalsvallar og ítrekar stjórn þá kröfu sína um að samningur KSÍ og Reykjavíkurborgar um rekstur vallarins verði tekinn upp á grunni breyttra forsenda, með vísan í endurskoðunarákvæði samningsins. Þá vill fjárhags- og eftirlitsnefnd leggja til að hugað verði að ferðakostnaði innanlands í tengslum við fundi og nýtingu fjarfundabúnaðar. Voru þau tilmæli samþykkt af hálfu stjórnar og verður þeim komið áleiðis til nefnda KSÍ.
- Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2020 en samkvæmt þeirri áætlun er útlit fyrir tap á rekstrarárinu 2020. Þar vegur þungt tap á Laugardalsvelli og kostnaður við umspil. Kostnaður við landslið hefur vaxið umtalsvert og stjórn telur mikilvægt að landsliðskostnaður verði greindur með hagræðingu að markmiði. Fjárhags- og eftirlitsnefnd var falið að rýna málið betur. Í áætlun er gert ráð fyrir að framlag KSÍ til félaga vegna leyfiskerfis í 1. deild karla verði óbreytt. Í áætluninni er gert ráð fyrir að framlag til ÍTF hækki úr 3 m. kr. í 5. m kr. Framlag KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds er gert ráð fyrir að hækki úr 6,1 m.kr. í 12,6 m.kr.
- Stjórn KSÍ samþykkti að leggja til við 74. ársþing KSÍ að þingforsetar verði þau Guðmundur H. Pétursson og Kristrún Heimisdóttir. Þá samþykkti stjórn að leggja til að þingritarar verði þeir Ágúst Ingi Jónsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson.
- Stjórn samþykkti að bjóða þeim félögum sem ekki fullnægja kröfum um stöðuga þátttöku sæti á þinginu sem gestir. Þá samþykkti stjórn að bjóða einnig fulltrúum ÍTF og Leikmannasamtakanna sæti á þinginu sem gestir.
- Fulltrúar UEFA á þinginu verður Noel Mooney en fulltrúi FIFA er ekki staðfestur.
- Stjórn samþykkti viðurkenningar í eftirfarandi flokkum vegna síðasta starfsárs:
- Grasrótarverðlaun
- Fjölmiðlaverðlaun KSÍ
- Dómaraverðlaun KSÍ
- Jafnréttisverðlaun
- Háttvísiverðlaun deilda
- Drög að skýrslu nefndar og ársskýrslu voru lögð fram til kynningar.
- Undirbúningur landsleiks Íslands og Rúmeníu 26. mars 2020
- Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað frá aðgerðarhópi um undirbúning Laugardalsvallar. Hópurinn telur að ástand vallarins sé þokkalegt miðað við árstíma og að nú sé komið að þeim tímapunkti að öll áhersla verði lögð á að undirbúa framkvæmd leiksins og þar með hafi hópurinn lokið störfum. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu aðgerðahópsins um að undirbúningur fyrir leikinn fari fram í samræmi við áður framlagðar áætlanir.
- Framkvæmdastjóri ræddi um veitingasölu á landsleikjum.
- Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, kynnti bréf sem hann hefur sent borgarstjóra, menntamálaráðherra og forsætisráðherra vegna umspilsleiksins við Rúmeníu og beiðni um kostnaðarhlutdeild þessara aðila.
- Ferðaþátttökugjöld
- Ingi Sigurðsson formaður starfshóps um ferðaþátttökugjöld kynnti niðurstöður hópsins eftir yfirgripsmikla rýni stjórnar og fjárhags- og endurskoðunarnefndar. Lagðar eru til breytingar í þremur þrepum á tímabilinu 2020-2022 og að það fyrsta komi til framkvæmda á árinu 2020.
- Helstu breytingar í fyrsta þrepi árið 2020 verða:
- Greiðsla pr. lið verður óbreytt.
- Greiðsla fyrir hvern ekinn km verður óbreytt.
- Ferðir innan ákveðinnar fjarlægðar í kringum höfuðborgarsvæðið falla niður. Það sama á við ferðir innan sömu fjarlægðar annars staðar á landsbyggðinni.
- Nýir landsbyggðarstuðlar koma inn.
- Útreikningar gjaldsins miðast við að allar deildir gerist upp saman í stað þess að áður hefur hver deild verið gerð upp fyrir sig.
- Gísla Gíslasyni formanni laga- og leikreglnanefndar falið að huga að reglugerðarbreytingum í tengslum við breytingarnar.
- Stjórn KSÍ er sammála um mikilvægi þess að kynna málið vel fyrir aðildarfélögum og verði það m.a. gert á málþinginu í Ólafsvík.
- Stjórn samþykkti framlagðar tillögur um breytingar á ferðaþátttökugjaldi KSÍ.
- Mótamál
- Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar kynnti fyrir stjórn tillögur mótanefndar um riðlaskiptingu sem og minnisblað frá starfshópi um fjölgun leikja í Pepsí Max deild karla.
- Stjórn samþykkti tillögu mótanefndar um riðlaskiptingu í 4. deild karla.
- Stjórn samþykkti tillögu mótanefndar um keppnisfyrirkomulag í 2. deild kvenna.
- Lagt var fram minnisblað frá starfshópi um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla. Helsta niðurstaða hópsins er að málið sé stærra og umfangsmeira en svo að hægt sé að ljúka vinnu starfshópsins á nokkrum vikum. Rætt var um að fá fleiri raddir í hópinn og setja hópnum tímaramma. Frekari ákvörðun um ferli vinnunnar verður tekin fyrir í stjórn í kjölfar ársþings sambandsins.
- Dómaramál
- Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar kynnti fyrir stjórn nýja möguleika varðandi VAR kerfið. Oz hefur hannað „mini-VAR“ og vonast til þess að fá staðfestingu FIFA á kerfinu fljótlega. Kostnaður við þetta kerfi er brot af því sem áður hefur verið rætt. Dómararáðstefna deildadómara KSÍ fór fram um síðustu helgi og gekk vel. Næsta ráðstefna dómara er í byrjun apríl og er það jafnframt síðasta ráðstefna fyrir tímabil. Vonir standa til þess að staðan sé að glæðast hvað varðar fjölda kvenkynsdómara.
- Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar kynnti fyrir stjórn nýja möguleika varðandi VAR kerfið. Oz hefur hannað „mini-VAR“ og vonast til þess að fá staðfestingu FIFA á kerfinu fljótlega. Kostnaður við þetta kerfi er brot af því sem áður hefur verið rætt. Dómararáðstefna deildadómara KSÍ fór fram um síðustu helgi og gekk vel. Næsta ráðstefna dómara er í byrjun apríl og er það jafnframt síðasta ráðstefna fyrir tímabil. Vonir standa til þess að staðan sé að glæðast hvað varðar fjölda kvenkynsdómara.
- Mannvirkjamál
- Lagt var fram til kynningar afrit af bréfi til aðildarfélaga um innfylliefni á gervigrasvöllum í kjölfar bréfs ECHA, sbr. umræðu á stjórnarfundi 12. desember 2019.
- Lagt var fram til kynningar afrit af bréfi til aðildarfélaga um innfylliefni á gervigrasvöllum í kjölfar bréfs ECHA, sbr. umræðu á stjórnarfundi 12. desember 2019.
- Önnur mál
- Borghildur Sigurðardóttir formaður starfshóps um heildarendurskoðun kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar kynnti minnisblað frá einum af starfandi vinnuhópum um málið. Verkefni hópsins er að koma með tillögur að tímasettum aðgerðum til að auka hlut kvenna í íslenskri knattspyrnu sem KSÍ hafi forystu um að innleiða í samvinnu við aðildarfélög sín. Vinnuhópurinn áætlar að leggja fram aðgerðaáætlun fyrir sumarið 2020. Til þess að styðja við starf vinnuhópsins, flýta fyrir mikilvægri þróun í jafnréttismálum og vera til fyrirmyndar þarf KSÍ að taka skýr og táknræn skref til að jafna hlut kynjanna í knattspyrnunni á Íslandi. Því leggur vinnuhópurinn til að stjórn KSÍ kynni á ársþingi sambandsins þann 22. febrúar 2020 þá ákvörðun sína að gera kröfu um að hlutfall kvenna verði a.m.k. 30% í stjórnum og nefndum KSÍ innan tveggja ára. Stjórn KSÍ samþykkti tillöguna.
- Þorsteinn Gunnarsson formaður starfshóps í útbreiðslumálum kynnti stefnumótunarvinnu starfshópsins.
- Framkvæmdastjóri KSÍ lagði fram drög að nýrri jafnréttisáætlun KSÍ, en núverandi áætlun er frá 2008. Stjórn rýnir drögin á milli funda og tekur málið til afgreiðslu síðar.
- Stjórn ræddi um að stofna starfshóp um sameiginlega umsókn Norðurlandanna um HM 2027. Afgreiðslu málsins var frestað.
- Stjórn staðfesti tilnefningar í vinnuhópa hjá ÍSÍ um afreksmál:
- Skólamál, Guðrún Inga Sívertsen.
- Umhverfi afreksíþróttafólks, Arnar Þór Viðarsson.
- Tryggingamál afreksíþróttafólks, Klara Bjartmarz.
Næstu fundir:
Föstudagur 21. febrúar (stór stjórn)
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 20:10.