128,5 milljóna framlag til aðildarfélaga 2020
Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2019 voru rúmar 1.500 mkr., eða um 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarkostnaður var einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða tæplega 1.459 mkr. Rekstrahagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var tæpar 70 mkr., en á árinu ráðstafaði KSÍ rúmum 120 milljónum króna beint til aðildarfélaga, vegna styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleiri verkefna. Tap samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2019 nam því um 50 mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi samstæðunnar nema eignir um 1.393 mkr. og bókfært eigið fé í árslok er um 696 mkr.
Í fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir að framlög til aðildarfélaga verði 128,5 mkr. en var rúmar 120 mkr. árið 2019. Framlag KSÍ til barna-og unglingastarfs er áætlað 60 mkr., greiðslur vegna leyfiskerfis rúmar 30 mkr., verðlaunafé móta rúmar 17 mkr. og þá er gert ráð fyrir að hlutur KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds hækki úr rúmum 6 mkr. 2019 í 12,6 mkr. árið 2020.
Rekstraráætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir 65 mkr. tapi. Helstu skýringar eru 91 mkr. kostnaður vegna áhrifa umspils í mars og aukinn kostnaður við rekstur Laugardalsvallar og landsliða. Við gerð rekstraráætlunar var litið til rekstrar sambandsins til loka ársins 2023 og þær sveiflur sem einkenna rekstrarumhverfi sambandsins metnar. Það er markmið KSÍ að ná hagstæðari samningum við Reykjavíkurborg vegna reksturs Laugardalsvallar og lækka rekstrarkostnað.
Ársreikningur 2019 - Greinargerð með ársreikningi
Fjárhagsáætlun 2020 - Greinargerð með fjárhagsáætlun
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.