Kasper Hjulmand - endurmenntunarnámskeið KÞÍ og KSÍ 26. febrúar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvikudaginn 26. febrúar mun KÞÍ og KSÍ standa fyrir endurmenntunar viðburði í Fífunni.
Kasper Hjulmand mun taka að sér þjálfun danska A-landsliði karla eftir EM 2020. Kasper hefur starfað sem aðalþjálfari í Danmörku og Þýskalandi frá 2006. Hann hefur þjálfað Lyngby, Nordsjælland (gerði þá að meisturum 2012) og Mainz. Kasper er þekktur fyrir sókndjarfan leikstíl og mun fjalla ítarlega um sína hugmyndafræði á viðburðinum.
Verð: Frítt fyrir meðlimi í KÞÍ (hægt er að ganga í félagið á kthi.is)
5.000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í KÞÍ
Innifalið í verðinu er léttur kvöldverður
Ráðstefnan veitir 5 tíma í endurmenntun á KSÍ þjálfaragráðum.
Skráning
Dagskrá, 26. febrúar 2020 – Fífan Kópavogi
17:30-19:00 Bóklegt – leikfræði
19:00-19:30 Matarhlé
19:30-21:00 Verklegt – leikfræði