Samferða með KSÍ 2020
KSÍ hefur ákveðið að ganga til samstarfs við góðgerðarsamtökin Samferða. Um er að ræða vitundarátak undir heitinu Samferða með KSÍ, sem hefst í mars og mun standa út árið. Markmiðið er að vekja athygli á starfsemi Samferða, sem eru góðgerðarsamtök sem m.a. aðstoða fólk og fjölskyldur fjárhagslega, fólk sem hefur orðið fyrir veikindum og áföllum í lífinu, hvort sem þau áföll eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Átakinu er jafnframt ætlað að minna almennt á mikilvægi góðgerðarsamtaka í okkar samfélagi. Hlutverk KSÍ er að koma verkefninu og Samferða sem best á framfæri í gegnum miðla KSÍ og viðburði eins og við á.
Samferða sótti um samstarf við KSÍ í tengslum við opinbera stefnu KSÍ varðandi samfélagsleg verkefni, þar sem segir m.a. „Knattspyrnusamband Íslands lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn“. Nokkrar umsóknir bárust og var ákveðið að ganga til samstarfs við Samferða, eins og greint er frá hér að ofan. KSÍ hlakkar til og vonast eftir árangursríku og ánægjulegu samstarfi.
KSÍ hvetur fólk til að fylgjast með starfsemi Samferða á Facebook-síðu samtakanna.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.