Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Akranesi og Akureyri á dögunum
Hæfileikamótun N1 og KSÍ er enn á ferð um landið. Miðvikudaginn 22.janúar voru æfingar á Akranesi fyrir lið á Vesturlandi. Þangað mættu 28 leikmenn frá 3 félögum. Sunnudaginn 26.janúar voru svo æfingar í Boganum á Akureyri fyrir lið á Norðurlandi. Þar mættu 56 leikmenn frá 7 félögum.
Eins og vanalega sá Lúðvík Gunnarsson um æfingarnar sem gengu vel og leikmenn lögðu hart að sér. Á Akranesi voru Aldís Ylfa Heimsdóttir og Skarphéðinn Magnússon í hlutverki aðstoðarþjálfara en á Akureyri voru Elías Örn Einarsson og Aðalbjörn Hannesson í því hlutverki.
Næstu æfingar í Hæfileikamótun fara fram í Hveragerði þann 6.febrúar næstkomandi.