Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurnesjum og Höfuðborgarsvæðinu á dögunum
Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á fullri ferð um síðustu helgi. Boðið var uppá æfingar fyrir stráka og stelpur á Suðurnesjum síðastliðinn föstudag og síðan stráka í liðum á Höfuðborgarsvæðinu í Egilshöllinni á sunndag.
Í Grindavík tóku 14 stelpur og 20 strákar frá 6 félögum þátt í æfingunum og í Egilshöllinni mættu 45 strákar frá 8 félögum.
Eins og vanalega gengu æfingarnar smurt og leikmenn stóðu sig vel. Lúðvík Gunnarsson sá um æfingarnar og honum til aðstoðar þessa helgina voru Benóný Þórhallsson, Elías Örn Einarsson og Pétur Már Harðarson.
Næstu æfingar í Hæfileikamótun fara fram á Akranesi í dag og svo á Akureyri á sunnudag.