Fyrstu æfingar ársins í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fóru fram á dögunum
Fyrstu æfingar ársins 2020 í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fóru fram í Egilshöll sunnudaginn 5.janúar síðastliðinn þegar strákar í liðum í Reykjavík mættu til leiks.
Æfingarnar voru tvær og að þessu sinni tóku 44 drengir frá 9 félögum þátt í þeim. Báðar æfingarnar gengu mjög vel fyrir sig og leikmenn stóðu sig vel. Lúðvík Gunnarsson sá um æfingarnar eins og vanalega og honum til aðstoðar í þetta skiptið var Heimir Eir Lárusson.
Næstu æfingar í Hæfileikamótun fara fram á Austurlandi næstkomandi laugardag. Þar á eftir verða æfingar á Suðurnesjum þann 17.janúar, á Höfuðborgarsvæðinu 19.janúar og á Vesturlandi 22.janúar.