• mið. 08. jan. 2020
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Drög að niðurröðun Pepsi Max deildar karla 2020

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum Pepsi Max-deildar karla keppnistímabilið 2020.  Mótið hefst þann 22. apríl með opnunarleik Vals og KR.  Fjórir leikir verða í fyrstu umferð á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl og eru þar afar athyglisverðar viðureignir, en m.a. mætast Breiðablik og Grótta.  Umferðin klárast svo föstudaginn 24. apríl þegar Stjarnan og Fylkir mætast.

Leikir í 1. umferð

Valur - KR

Breiðablik - Grótta

HK - FH

ÍA - KA

Víkingur R. - Fjölnir

Stjarnan - Fylkir

Leikið verður í deildinni á meðan EM 2020 fer fram í sumar, þó hlé verði að mestu gert á meðan riðlakeppni mótsins fer fram.  Meðan riðlakeppnin er í gangi verða leiknar innbyrðis viðureignir þeirra liða sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða í júlí.

Þó mögulega sé ótímabært að spá fyrir um lokastöðu í deildinni er ljóst að lokaumferðin getur orðið mjög áhugaverð.

Lokaumferðin

Stjarnan - Breiðablik

Víkingur R. - Fylkir

ÍA - Fjölnir

HK - KA

Valur - FH

KR - Grótta

Skoða drög að niðurröðun í Pepsi Max deild karla 2020