• fim. 02. jan. 2020

Guðni Kjartansson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Myndir - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðni Kjartansson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Guðni fékk orðuna ,,fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla." Hann hefur átt langan og farsælan feril innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Árið 1980 tók hann við starfi landsliðsþjálfara A karla, en hann hefur einnig þjálfað U21 ára landslið karla og U19 ára landslið karla.

Hann lék 31 leik fyrir A landslið karla, þann fyrst árið 1967 gegn Bretlandi (áhugamannaliði) og síðasta árið 1973 gegn Hollandi.

Guðni var lykilmaður og fyrirliði í sterku liði Keflavíkur sem lyfti fjórum Íslandsmeistaratitlum á árunum 1964 til 1973.

Hægt er að lesa meira um feril Guðna hjá Víkurfréttum:

Umfjöllun um Guðna