• mán. 30. des. 2019
  • Fundargerðir

2226. fundur stjórnar KSÍ - 12. desember 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson (tók sæti á fundi kl. 16:50 og yfirgaf fundinn kl. 19:22), Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason (yfirgaf fundinn kl. 19:22), Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. 
Mættur varamaður:  Guðjón Bjarni Hálfdánarson  
Mættur framkvæmdastjóri KSÍ:  Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.   

Forföll:  Borghildur Sigurðardóttir varaformaður (aðalmaður í stjórn), Þóroddur Hjaltalín (1. varamaður í stjórn).

Þetta var gert: 

  1. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

  2. Fundargerðir nefnda/starfshópa voru lagðar fram til kynningar:
    • Mannvirkjanefnd 22. nóvember 2019.   
    • Mótanefnd 4. desember 2019.  Valgeir Sigurðsson formaður nefndarinnar fylgdi fundargerðinni úr hlaði og kynnti þá tillögu mótanefndar að leggja niður eldri flokk 30 ára.  Stjórn samþykkti tillöguna. 

  3. Lög og reglugerðir
    • Lagt fram minnisblað um leyfiskerfi fyrir Pepsi-Max kvenna.  Stjórn samþykkti að leggja til við 74. ársþing KSÍ að tekið verði upp leyfiskerfi í efstu deild kvenna frá 2021.
         
  4. Ársþing
    • 74. ársþing KSÍ verður haldið þann 22. febrúar 2020 í Ólafsvík.  Þingsetning verður kl. 11.00.
    • Stjórn samþykkti að hafa dagskrá með hefðbundnu sniði, þ.m.t. sameiginlegan kvöldverð eftir þingið.
    • Stjórn samþykkti að standa fyrir málþingi þann 21. febrúar í Ólafsvík.  Dagskrá verður ákveðin síðar. 

  5. Undirbúningur landsleiks Íslands og Rúmeníu 26. mars 2020
    • Drög að aðgerðaráætlun með kostnaðargreiningu lögð fyrir stjórn.  Aðgerðaáætlun miðar að því að leikið verði á Laugardalsvelli.  Stjórn leggur áherslu á að rætt verði við eigendur vallarins um kostnaðarhlutdeild.  Framkvæmdastjóra falið að koma með uppfærðar upplýsingar um stöðu undirbúnings og mögulegar sviðsmyndir á næsta stjórnarfund. 
    • Lagt fram minnisblað um miðasölu á leikinn.  Stjórn samþykkti að miðaverð á umspilsleikinn verði óbreytt frá undankeppni EM.  Þá var ennfremur samþykkt að hefja miðasölu á leikinn í febrúar 2020.
    • Lagt var fram minnisblað um mögulegt umspil á heimavelli í mars 2022 fyrir HM í Katar.  Stjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af því ef sambærileg staða verður á Laugardalsvelli 2022 og er nú.

  6. Þátttökugjöld í Íslandsmóti og bikarkeppni 2020
    • Stjórn samþykkti að taka upp þátttökugjöld í mótum meistaraflokka:
      • Fyrir meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmóti og/eða bikarkeppni, kr. 100.000.- fyrir hvort lið.  (Dæmi:  Félag sem er bæði með mfl. karla og kvenna í Íslandsmóti og bikarkeppni greiðir samtals 200.000 í þátttökugjöld)
      • Fyrir þau félög sem taka eingöngu þátt í bikarkeppninni meistaraflokks er kr. 25.000.- (Dæmi:  50.000 ef félag tekur þátt í bikarkeppni karla og kvenna en ekki Íslandsmóti).
      • Sérstakt nýskráningargjald kr. 200.000.- til viðbótar við ofangreind þátttökugjöld, er innheimt af þeim félögum sem hefja keppni í fyrsta skipti í Íslandsmótum meistaraflokks (eða eftir 5 ára fjarveru og eru ekki með starfsemi yngri flokka á sínum vegum).   (Dæmi:  Nýtt félag í meistaraflokki karla greiðir 200.000.- í nýskráningargjald + 100.000.- í þátttökugjald). 
      • Frá árinu 2021 verður tekið upp sérstakt gjald á þau félög sem uppfylla ekki ákvæði vegna fjölda starfandi dómara. 

    • Tekjur KSÍ af þátttökugjöldunum er einungis lítill hluti af kostnaði við dómaramál sambandsins (um 5%) og er eitt að markmiðum þeirra að auka kostnaðarvitund félaga við málaflokkinn. 

  7. Ferðaþátttökugjöld
    • Rætt um ferðaþátttökugjöld.  Ingi Sigurðsson lagði til að málinu verði vísað aftur til starfshóps um ferðaþátttökugjald og að hópurinn formi tillögu fyrir næsta stjórnarfund á grundvelli þeirrar umræðu og tillagna sem fram hafa komið á fundum stjórnar.  Stjórn samþykkti tillögu Inga um að vísa málinu til starfshóps um ferðaþátttökugjöld.  Þátttökutilkynning verður gefin út miðað við núgildandi reglugerð en settur verður fyrirvari um að gjaldið gæti breyst.

  8. Dómaramál
    • Stjórn KSÍ samþykkti að fela dómaranefnd að endurskoða ákvæði í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót (grein 19.1) um fjölda starfandi dómara miðað við fjölda skráðra liða í mótum.  Einnig þarf að huga að því að skerpa á skyldum aðildarfélaga um að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. 

  9. Mannvirkjamál
    • Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar fór yfir þau málefni sem tengjast mannvirkjamálum:
    • Tekið var fyrir erindi frá Edwin Roald fh. Eureka Golf varðandi stuðningsyfirlýsingu og fjárframlag og álit mannvirkjanefndar á erindinu.  Mannvirkjanefnd var einhuga um að leggja til við stjórn að KSÍ styrki verkefnið.  Stjórn KSÍ samþykkti að styrkja verkefnið úr mannvirkjasjóði um 500.000 á ári til þriggja ára með fyrirvara um næstu reglugerð mannvirkjasjóðs. 
    • Lögð voru fram drög að bréfi til aðildarfélaga í kjölfar bréfs ECHA frá því í júní 2019 um innifylliefni gervigrasvalla.  Í bréfinu verður vísað í leiðbeiningar á heimasíðu sambandsins um málið.   Stjórn samþykkti að senda bréf til aðildarfélaga um málið og í framhaldinu til sveitarfélaga. 
    • Framkvæmdastjóri KSÍ upplýsti stjórn um greiðslur styrkja úr mannvirkjasjóði 2019.  Stjórn samþykkti beiðnir frá Hugin, Einherja, Magna, Grindavík og ÍBV um að fresta framkvæmdum vegna umsókna um styrkveitingu í mannvirkjasjóð í samræmi við ákvæði í reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð.
    • Í samræmi við fyrri samþykkt stjórnar verður birt yfirlit yfir úthlutanir/útgreiðslur styrkja fyrir árið 2019 í árslok.

Önnur mál 

  • Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður úr leikmannavali KSÍ.  Niðurstöðurnar verða kynntar opinberlega föstudaginn 13. desember. 
  • Lagt var fram minnisblað frá skrifstofunni um framtíð knattspyrnuskóla KSÍ.  Skólinn er að mati stjórnar grasrótarverkefni og skoða þarf hlutverk skólann betur.  Stjórn KSÍ samþykkti að vísa minnisblaðinu til starfshóps um útbreiðslumál. 
  • Lagt var fram erindi frá ÍTF um hækkun rekstrarstyrks á tímabilinu 2020-2022 og aðstöðu hjá KSÍ fyrir framkvæmdastjóra ÍTF.  Málið verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun.    Stjórn er jákvæð gagnvart því að framkvæmdastjóri fá aðstöðu á skrifstofu KSÍ.  Meðfram þessu þarf að endurskoða núgildandi samning KSÍ og ÍTF.  Málið verður tekið aftur upp á næsta stjórnarfundi og óskar stjórn eftir frekari kynningu um starfsemi og stefnu ÍTF.  
  • Dagskrárliður háður trúnaði og afgreiðslan færð í trúnaðarbók stjórnar en birt í fundargerð síðar þegar við á.
  • Formaður mótanefndar, Valgeir Sigurðsson, lagði fram tillögu um stofnun starfshóps um Pepsi-Max deild karla og fjölgun leikja.  Hlutverk starfshópsins er að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að útbúa erindisbréf með formanni mótanefndar.  Lagt er til að nefndin verði skipuð 7 aðilum.  Stjórn samþykkti tillögu Valgeirs. 
  • Mótanefnd hefur boðað fulltrúa félaga í Inkasso deild karla á fund næstkomandi laugardag kl. 11:00. 
        

Næstu fundir verða:

  • Fimmtudagur 9. janúar 
  • Miðvikudagur 12. febrúar 
  • Föstudagur 21. febrúar (stór stjórn)

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl 20:00.