• fös. 20. des. 2019
  • Mótamál

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót KSÍ 2020

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þátttökugögn (þátttökueyðublað og upplýsingar í símarskrá) fyrir knattspyrnumótin 2020 hafa verið birt á vef KSÍ.

Hægt er að nálgast þau hér:

Þátttökugögn

Á þátttökueyðublaðinu kemur m.a. fram hvert þátttökugjald er í mótum meistaraflokka.

Vinsamlegast athugið að til þess að þátttökutilkynningin teljist fullgild verður undirritað eintak af þátttökutilkynningunni að berast skrifstofu KSÍ á netfangið: birkir@ksi.is.

Ný félög í keppni meistaraflokks

Vakin er athygli á því að öll ný félög sem hefja keppni í meistaraflokki 2020 (deild og/eða bikar) og félög sem ekki hafa tekið þátt í keppni meistaraflokks síðustu þrjú keppnistímabil, ber að leggja fram með þátttökutilkynningunni eftirfarandi viðbótargögn:

• Staðfestingu frá ÍSÍ um stofnun félagsins (ný félög).
• Staðfestingu aðalstjórnar félagsins um heimild til þátttöku.
• Staðfestingu viðkomandi vallaryfirvalda um heimild til afnota af leikvelli.
• Leikmannalista – Lágmark 25 leikmenn.

Sameiginlegt keppnislið – Samningur félaga

Félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni samkvæmt 14. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, skulu gera um það skriflegt samkomulag og senda stjórn KSÍ til staðfestingar fyrir 10. janúar. Nánari leiðbeiningar er einnig að finna á vef KSÍ.

Upplýsingar í símaskrá KSÍ

Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar birtast um ykkar félag á vef KSÍ undir flipanum „Aðildarfélög“ og tilkynnið um allar breytingar.

Ofangreindar upplýsingar ber að senda í tölvupósti: oskar@ksi.is.

Af gefnu tilefni eru félögin beðin um að tilkynna KSÍ um allar breytingar á símanúmerum og netföngum. Mikilvægt er að skilaboð frá skrifstofu KSÍ komist ávallt til skila og berist til réttra aðila.

Öll þátttökugögn skulu berast fyrir 10. janúar.