• mið. 11. des. 2019
  • Fræðsla

Súpufundur KSÍ 17. desember - Loftur Gísli Jóhannsson

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þriðjudaginn 17. desember verður súpufundur kl. 12:00-13:00 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrirlesari er Loftur Gísli Jóhannsson, meistaranemi í afreksíþróttum frá Syddansk University (SDU) í Odense.

Loftur mun fjalla um notkun á tölfræði við þjálfun út frá sinni reynslu sem physical performance analyst hjá Brøndby í Danmörku.

Fyrirlesturinn er öllum opin en veitt eru 2 endurmenntunarstig fyrir þjálfara með KSÍ/UEFA þjálfaragráður.

Frítt er á fyrirlesturinn og KSÍ býður upp á súpu og brauð.

Skráning er hér að neðan:

Skráning

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og sendur út í beinni útsendingu á YouTube rás Knattspyrnusambands Íslands.

Youtube rás KSÍ

Þeir þjálfarar sem komast ekki í höfuðstöðvar KSÍ til að hlýða á erindið en vilja nýta sér sem endurmenntun á sinni þjálfaragráðu, geta haft samband við undirritaðan og fengið spurningar úr fyrirlestrinum, horft á upptökuna á YouTube og sent svörin inn að því loknu.