Gagnvirkur birtingarmáti á tölfræði íþróttahreyfingarinnar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem allar einingar innan ÍSÍ skila til sambandsins um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð.
Þetta árið eru gögnin sem skilað var inn á rafrænu formi um iðkun íþrótta ársins 2018 sett fram á annan, og nútímalegri, máta en fyrri ár. Þar sem gögnin voru greind í Microsoft Excel og Power BI gefur það möguleika á gagnvirkri og fjölbreyttri framsetningu á niðurstöðunum.
Notandinn getur t.a.m. skilgreint leit sína betur eftir áhugasviði með þessari nýju framsetningu.
Áhugasamir geta farinn inn á vef ÍSÍ hér að neðan til að fletta í myndrænni tölfræði íþróttahreyfingarinnar úr gögnum síðasta árs.