Fundað um leyfiskerfið 7. janúar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árlegur fundur með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla fer fram í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 16:15.
Þau félög sem heyra undir leyfiskerfið eru öll félög í Pepsi Max deild karla og Inkasso-deild karla ásamt því að Valur í Pepsi Max deild kvenna sækir um leyfi til þátttöku í UEFA Women‘s Champions League.
Um er að ræða árlegan fund þar sem farið verður yfir breytingar milli ára og hagnýt atriði. Reiknað er með að fundurinn verði ekki lengri en 60 mínútur.
Málefni á vinnufundi 2020:
Opnun og kynning á dagskrárliðum - Haukur Hinriksson, leyfisstjóri KSÍ
Rafræn skil á gögnum í TEAMS - Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptadeild KSÍ
Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ (útgáfa 4.2.) - Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ
Fjárhagsþættir og áherslur leyfisstjórnar - Birna María Sigurðardóttir, sérfræðingur frá Deloitte
Spurningar og umræður