• fös. 29. nóv. 2019
  • Fundargerðir

2225. fundur stjórnar KSÍ - 22. nóvember 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður (tók sæti á fundi kl. 16:15), Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson (vék af fundi kl. 17:00), Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Valgeir Sigurðsson (vék af fundi kl. 18:30) og Þorsteinn Gunnarsson. 
Mættir varamenn:  Þóroddur Hjaltalín og Jóhann K. Torfason.
Mættir landshlutafulltrúar:  Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland) og Tómas Þóroddsson (Suðurland).
Gestur (dagskrárliður 1):  Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugadalsvallar.
Mættur framkvæmdastjóri KSÍ:  Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.   

Forföll:  Ragnhildur Skúladóttir (aðalmaður í stjórn), Guðjón Bjarni Hálfdánarson (varamaður í stjórn) Björn Friðþjófsson (landshlutafulltrúi Norðurlands) og Jakob Skúlason (landshlutafulltrúi Vesturlands).

Þetta var gert: 

Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar tók sæti á fundinum.

  1. Undirbúningur landsleiks Íslands og Rúmeníu 26. mars 2020
    • Kristinn V. Jóhannsson kynnti hvað þegar hefur verið gert til að auka möguleikana á því að Laugardalsvöllur verði leikhæfur í mars 2020.  Þá kynnti Kristinn ýmsar hugmyndir um frekari aðgerðir á vellinum næstu mánuði.
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti frumdrög að kostnaðaráætlun fyrir leikinn í mars.  Það eru margir óvissuþættir varðandi kostnað við þessa leiki, en enginn vafi leikur á því að leikirnir verða mjög kostnaðarsamir fyrir Laugardalsvöll/KSÍ. 
    • Stjón KSÍ samþykkti tillögu framkvæmdastjóra að skipaður verði starfshópur með aðkomu hagaðila um leikinn og möguleika á því að leika á Laugardalsvelli.  Gert er ráð fyrir að fyrsta samantekt um tilvikagreiningar og áhættumat verði lögð fyrir næsta stjórnarfund.  Framkvæmdastjóra falið að leiða þessa vinnu.
    • Stjórn samþykkti að kaupa nýjan yfirbreiðsludúk og sérstaka jarðhitamæla vegna leiksins.  Þá var og samþykkt að bæta við tímabundnu stöðugildi á Laugardalsvöll frá 1. desember 2019. 
    • Rætt um að taka saman stutta samantekt um málið til birtingar og einnig sérstaka samantekt til að senda á ríki og borg vegna málsins og þess kostnaðar sem hlýst af undirbúningi leiksins.   
    • Stjórn þakkaði Kristni fyrir greinargóða samantekt. 

    Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugadalsvallar vék af fundi kl. 16:40.

    • Stjórn er einhuga um að stefna að því að leika á Laugardalsvelli 26. mars 2020 en er meðvituð um þá áhættuþætti sem eru til staðar.  Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi stjórnar. 

  2. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandins.

  3. Fundargerðir nefnda/starfshópa voru lagðar fram til kynningar:
    • Mannvirkjanefnd 12. september 2019 og minnisblað um Norræna ráðstefnu í Svíþjóð
    • Mótanefnd 13. nóvember 2019
    • Fjárhagsnefnd 22. nóvember 2019
    • Laga- og leikreglnanefnd 17. október 2019

  4. Lög og reglugerðir
    • Stjórn samþykkti tillögu um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Sjá fylgiskjal 1 með fundargerð. 
    • Stjórn samþykkti að leggja fram tillögur um breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi.  Sjá fylgiskjal 2 með fundargerð. 
    • Stjórn samþykkti tillögu um breytingar á leyfisreglugerð KSÍ.  Sjá fylgiskjal 3 með fundargerð. 

  5. Fjármál
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti 9 mánaða uppgjör sambandsins.  Miðað við 9 mánaða uppgjör eru nokkrir liðir í rekstrartekjum lægri en gert var ráð fyrir.  Flestir liðir rekstrargjalda eru á áætlun fyrir utan kostnað við landslið sem er yfir áætlun.  Þar vegur þungt hækkun á ferðakostnaði og einnig spilar inn í þátttaka í úrslitakeppni EMU17 karla sem ekki var í áætlun. 
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri og Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar kynntu vinnu við áætlunargerð 2020, sem er á áætlun.  Óvissuþættir varðandi t.d. aukaleiki fyrir EM 2020 og möguleg þátttaka á EM 2020 spila þó inn í.

  6. Formanna og framkvæmdastjórafundur
    • Lögð var fram dagskrá fundarins. 

  7. Landsliðsmál
    • Stjórn fagnaði því að þrjú yngri landslið Íslands hafi komist í milliriðla, U19 kvenna, U19 karla og U17 kvenna.
    • Ferð A landsliðs karla til Tyrklands og Moldavíu gekk vel og skipulagið var gott. 
    • Rætt um U21 karla og ferð liðsins til Ítalíu og Englands, ferðin gekk vel en úrslit leikjanna voru okkur ekki hagstæð.

  8. Mótamál
    • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir það sem er efst á baugi í mótamálum sambandsins:
    • Mótanefnd leggur það til að keppni í Hnátu- og Pollamóti verði hætt að sinni og að mótið verði ekki á dagskrá sumarið 2020.  Meðal annars er það vegna þess að dregið hefur úr þátttöku og önnur mót hafa komið í staðinn.  Stjórn samþykkti tillögu mótanefndar.
    • Lagt var fram minnisblað frá starfshópi mótanefndar um „Gróttutillöguna“ (þingskjal 9 á ársþingi 2019).  Starfshópinn skipuðu þeir Valgeir Sigurðsson (mótanefnd), Sveinbjörn Másson (mótanefnd), Magnús Örn Helgason (Gróttu), Baldur Már Bragaon (HK) og Birkir Sveinsson (mótastjóri).  Í minnisblaði starfshópsins koma fram markmið hópsins sem snúa meðal annars að því að reyna að finna leiki við hæfi og auka sveigjanleika í skráningu liða í mót.   Stjórn samþykkti að vísa minnisblaðinu til laga-og leikreglnanefndar til frekari úrvinnslu.

  9. Dómaramál
    • Formaður dómaranefndar, Þóroddur Hjaltalín, ræddi um undirbúning komandi tímabils sem er þegar hafinn.  Heilt yfir er betri nýliðun núna en verið hefur sem er mjög jákvætt.     

  10. Fræðslumál
    • Rætt um UEFA Pro gráðuna sem er í burðarliðnum.  Stjórn telur þetta vera eðlilegt framfaraskref og tímabært. 

  11. Önnur mál
    • Rætt um fyrirspurnir frá ÍTF um e-fótbolta og UEFA PRO.  Guðna Bergssyni formanni falið að svara erindum ÍTF.  Í framhaldi var rætt um e-fótbolta hjá þeim félögunum sem þegar hafa hafið slíka starfsemi.  Ekki hefur heyrst annað en að það gangi vel.  Stjórn er einhuga um að taka þátt í Evrópukeppni landsliða í PES 2020 enda allar þjóðir Evrópu sem ætla að taka þátt. 
    • Rætt um beiðni um umsögn um almannaheillafrumvarp.  Um er að ræða endurtekið efni sem verður unnið áfram í samráði við ÍSÍ. 
    • Rætt um þátttökugjöld og ferðakostnað aðildarfélaga. 
    • Rætt um VAR og ýmsar hliðar málsins.  Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar kannar næstu skref.   
    • Þorsteinn Gunnarsson spurði um sjálfbærnimál sambandsins, þ.m.t. jafnlaunavottun og umhverfismál.  Framkvæmdastóri upplýsti stjórn um að málið væri í ferli.

    Næsti fundur verður fimmtudaginn 12. desember kl. 16:00.

    Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 18:45.

 


Fylgiskjöl með fundargerð

Samþykkt breyting á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. 

Tillaga að breytingu á lögum KSÍ sem lögð verður fyrir á næsta ársþingi. 

Samþykkt breyting á leyfisreglugerð KSÍ.