• fim. 28. nóv. 2019
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á fundi stjórnar KSÍ þann 22. nóvember sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á leyfisreglugerð KSÍ.

 Breytingar þessar varða m.a.:
→ Skilgreiningu á afreks leikmönnum yngri liða/flokka
→ Krafa um læknisskoðun leikmanna yngri flokka hjá félögum sem taka þátt í Evrópukeppni karla.
→ Krafa um læknisskoðun leikmanna yngri flokka hjá því félagi sem tekur þátt í Meistaradeild kvenna.
→ Frekari kröfur til menntunar þjálfara hjá félögum sem heyra undir leyfiskerfið

Meðfylgjandi er einnig samþykkt forskrift (í word formi) fyrir læknisskoðun leikmanna yngri flokka og skýrsluform (í excel formi) sem nota skal við framkvæmd þeirra.

Eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega.

Dreifibréf

Forskrift fyrir læknisskoðun leikmanna yngri flokka

Skýrsluform