Æfingar í Hæfleikamótun N1 og KSÍ farnar af stað
Æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ eru farnar af stað aftur eftir stutt frí. Nú eru tvær æfingar búnar og fóru þær báðar fram í Egilshöll.
Fyrri æfingin var sunnudaginn 11.nóvember fyrir stelpur í liðum í Reykjavík. Sú seinni var síðan sunnudaginn 17.nóvember og þá fyrir stelpur í liðum á höfuðborgarsvæðinu.
Alls tóku 62 stelpur frá 14 félögum á þátt í æfingunum sem gengu vel og leikmenn stóðu sig með sóma. Eins og vanalega voru æfingarnar undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar, þjálfara í hæfileikamótun, en honum til aðstoðar að þessu sinni voru landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir ásamt Michael Kingdon þjálfara hjá Fylki.
Næstu æfingar í Hæfileikamótun fara fram í janúar 2020. Þá byrjum við á strákum í liðum í Reykjavík og fer sú æfing fram sunnudaginn 5.janúar. Við verðum síðan á Austurlandi þann 11.janúar og þar á eftir á Suðurnesjum 17.janúar.
Það er því óhætt að segja að það sé nóg framundan á nýju ári.