U21 karla - 0-3 tap gegn Ítalíu
U21 ára landslið karla tapaði 0-3 fyrir Ítalíu í undankeppni EM 2021, en leikið var ytra.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, Ítalir voru ívið meira með boltann en íslenska liðið var mjög hættulegt þegar það fékk boltann og sótti hratt. Strax á 11. mínútu komst Jón Dagur Þorsteinsson í fínt skotfæri í teignum, en skot hans var varið vel af Carnesecchi í marki Ítala.
Fimm mínútum síðar var Kolbeinn Birgir Finnsson nálægt því að skora fyrsta mark leiksins. Strákarnir áttu þá frábæra skyndisókn eftir hornspyrnu, Kolbeinn Birgir komst inn í teiginn, en skot hans endaði í stönginni. Strákarnir óheppnir að vera ekki komnir yfir. Stuttu síðar fékk Kolbeinn Birgir boltann fyrir utan teig, en skot hans fór framhjá.
Fyrsta færi Ítala kom á 19. mínútu, en þá varð Patrik Sigurður Gunnarsson vel skot Marco Sala. Tíu mínútum síðar var komst Sveinn Aron Guðjohnsen í gott færi í teignum eftir frábæra stungusendingu Jóns Dags, en aftur varði Carnesecchi vel.
Það var svo á 32. mínútu sem fyrsta markið kom, en þar var að verki Riccardo Sottil eftir góðan undirbúning Patrick Cutrone og Andrea Pinamonti. Fátt annað markvert gerðir í fyrri hálfleiknum og strákarnir óheppnir að vera undir.
Ítalir byrjuðu síðari hálfleikinn af kraft og strax á fyrsta mínútu hans átti Cutrone skot framhjá úr góðu færi. Fimm mínútum átti Stefán Teitur Þórðarson gott skot sem Carnesecchi var í vandræðum með, en tókst að koma honum í horn.
Á 61. mínútu kom Kolbeinn Þórðarson inn á fyrir Stefán Teit. Mínútu síðar fékk Jón Dagur boltann í teignum, en skot hans fór framhjá. Kolbeinn Birgir fékk svo skömmu síðar boltann í teignum, en skot hans fór af varnarmanni og framhjá.
Á 73. mínútu kom Valdimar Þór Ingimundarson inn á fyrir Svein Aron. Tíu mínútum síðar komu Brynjólfur Darri Willumsson og Jónatan Ingi Jónsson inn á fyrir Kolbein Birgi og Alex Þór Hauksson. e
Patrick Cutrone tvöfaldaði forystu Ítalíu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en hann skoraði annað mark sitt í uppbótartíma.
0-3 tap hjá strákunum staðreynd.