Opinn vinnufundur - "Stelpur í fótbolta"
Í framhaldi af samþykkt ársþings KSÍ í febrúar á þessu ári um heildræna endurskoðun á knattspyrnu kvenna var ákveðið að stofna til fjögurra vinnuhópa með það að markmiði að endurskoða ýmsa þætti knattspyrnu kvenna. Einn af þeim fjórum vinnuhópum sem skipaðir voru hefur ákveðið að bjóða til opins vinnufundar með yfirskriftinni "Blásið til sóknar – stelpur í fótbolta" þar sem lagðar verða fram spurningar til umræðu varðandi mótafyrirkomulag í yngri flokkum kvenna og meistaraflokki kvenna. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ (3. hæð) miðvikudaginn 30. október kl. 17:00-19:00.
Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að senda fulltrúa sinn á fundinn sem gæti verið forsvarsmaður félags, þjálfari eða leikmaður. Miðað er við þátttöku 2-3 frá hverju félagi. Félög sem ná ekki að senda fulltrúa á fundinn hafa tækifæri til að taka þátt í fundinum í gegnum netið og fundurinn verður jafnframt sendur beint út á Youtube-rás KSÍ. Nánari upplýsingar verða sendar út til þeirra sem skrá sig til fjarþátttöku.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net