Norrænt HM 2027?
Knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum (Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar og Finnland) hafa lýst yfir áhuga á að sækja sameiginlega um að halda úrslitakeppni HM kvennalandsliða árið 2027, en unnið hefur verið að verkefninu undanfarin tvö ár. Hugmyndin hefur þegar fengið jákvæðar viðtökur hjá FIFA, og fjallað verður um möguleikann á norrænu HM 2027 á fundi Norðurlandaráðs sem fram fer í Svíþjóð í vikunni.
Í fyrsta hluta undirbúnings umsóknar þarf að kortleggja hvaða leikstaðir og leikvangar koma til greina – en fyrir liggur að í mótinu munu 32 lið taka þátt og hvert lið þarf sitt æfingasvæði, heildarfjöldi leikja verður 64 og lágmarksfjöldi leikvanga fyrir mótið er 8.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net