• mið. 23. okt. 2019
  • Landslið
  • U15 karla

U15 karla - 0-3 tap gegn Rússlandi

U15 ára landslið karla tapaði 0-3 fyrir Rússlandi á UEFA móti í Póllandi.

Rússland byrjaði leikinn mun betur og komust í 1-0 strax á 10. mínútu. Eftir markið komst Ísland betur inn í leikinn, áttu nokkrar góðar sóknir og rétt undir lok fyrri hálfleiks var Rúrik Gunnarsson nálægt því að skora en skot hans fór í slánna.

Rússland byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og skoruðu strax eftir um 5. mínútna leik. Stuttu síðar komust þeir einir í gegn, en Heiðar Máni Hermannsson varði vel í marki Íslands.

Rússar bættu við einu marki í viðbót rétt undir lok leiksins og 0-3 tap því staðreynd hjá Íslandi.

Strákarnir mæta Póllandi á föstudaginn í síðasta leik liðsins á mótinu og hefst hann kl. 10:00 og verður í beinni textalýsingu á Facebook vef KSÍ.