Tap gegn Svíum í Helsingborg
U21 landslið karla mætti Svíum í undankeppni EM 2021 í Helsingborg á laugardag og beið lægri hlut. Heimamenn voru mun sterkari og unnu 5-0 sigur. Sænska liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og bætti við þremur í þeim seinni.
Þetta voru fyrstu stig Svía í riðlinum, en þeir höfðu tapað eina leiknum sínum fram að þessum, heimaleik gegn Írlandi, en Írland kemur einmitt til Íslands og mætir okkar piltum á Víkingsvelli á þriðjudag kl. 15:00. Hægt er að kaupa miða á leikinn á Tix.is og leikurinn verður jafnframt í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Á þriðjudag mætast einnig Lúxemborg og Svíþjóð, en á mánudeginum leika Armenía og Ítalía.
Skoða stöðuna í riðlinum og leikina
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net