• lau. 12. okt. 2019
  • Stjórn

Andlát - Elías Hergeirsson

Elías Hergeirsson, fyrrverandi stjórnarmaður í KSÍ, er látinn. Elías lék knattspyrnu með Val í öllum aldursflokkum, varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í yngri flokkum og lék 100 keppnisleiki með meistaraflokki á árunum 1956-1962. Elías gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sitt uppeldisfélag, sat í stjórn knattspyrnudeildar og var þar formaður í fjögur ár og sat jafnframt í aðalstjórn Vals um skeið. Þá átti Elías sæti í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í átta ár. Árið 1987 tók hann sæti í stjórn Knattspyrnusambands Íslands og sat þar til ársins 1999, þar af sem gjaldkeri stjórnar frá 1990.

KSÍ kveður fallinn félaga og sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina.