U19 kvenna - Tap gegn Spáni í lokaleiknum
U19 landslið kvenna beið í dag lægri hlut gegn Spáni í lokaumferð undankeppni EM, en riðillinn er leikinn hér á landi. Liðin mættust á Origo-vellinum að Hlíðarenda og reyndist spænska liðið sterkari aðilinn í leiknum. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og var það spænskt, en Spánverjar náðu tveggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleik og gulltryggðu svo þriggja marka sigur með marki í uppbótartíma.
Íslenska liðið hafnaði því í öðru sæti riðilsins, á eftir því spænska, en bæði liðin eru þó komin áfram í milliriðla. Í hinum leik dagsins mættust lið Kasakstan og Grikklands, og unnu Grikkir 8-0 stórsigur.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net