U19 kvenna - Sjö marka sigur á Kasakstan
U19 landslið kvenna lagði Kasakstan 7-0 í dag í undankeppni EM, riðli sem fram fer hér á landi. Þetta var annar sigur íslenska liðsins í mótinu, en áður hafði liðið lagt Grikkland með sex mörkum gegn engu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum, en Birta Gerorgsdóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Katla María Þórðardóttir gerðu eitt mark hver.
Spánverjar mættu Grikkjum í dag og unnu 5-0 sigur. Spánn og Ísland eru því jöfn í efsta sæti riðilsins með 6 stig eftir tvo leiki, en þessi lið mætast einmitt í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum í lokaumferðinni, á Origo-vellinum að Hlíðarenda á þriðjudag, en bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.