U19 kvenna - Sigurvegarar síðustu móta
Fyrsta EM U19 kvenna var haldið árið 2002 og er því EM 2020 í nítjánda sinn sem mótið er haldið.
Fyrirrennari mótsins hóf hins vegar göngu sína árið 1997, en þá sem U18 ára keppni. Danmörk og Svíþjóð unnu tvo fyrstu titlana, áður en Þýskaland vann mótið tvisvar.
Lokakeppnin hefur einu sinni verið haldin hér á landi, en það var árið 2007. Þýskaland stóð þá uppi sem sigurvegari eftir 2-0 sigur gegn Englandi í úrslitaleiknum.
Sigurvegarar EM U19 kvenna
2002 - Þýskaland
2003 - Frakkland
2004 - Spánn
2005 - Rússland
2006 - Þýskaland
2007 - Þýskaland
2008 - Ítalía
2009 - England
2010 - Frakkland
2011 - Þýskaland
2012 - Svíþjóð
2013 - Frakkland
2014 - Holland
2015 - Svíþjóð
2016 - Frakkland
2017 - Spánn
2018 - Spánn
2019 - Þýskaland