Nýtt skipurit skrifstofu KSÍ
Innleitt hefur verið nýtt skipurit fyrir skrifstofu KSÍ. Skipuritið, sem er hluti af stefnumótunarvinnu fyrir skrifstofuna sem unnin var í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Expectus, skiptist í kjarnasvið (innanlandssvið og knattspyrnusvið), tekjusvið (markaðssvið), stoðdeildir (fjármála- og rekstrardeild, samskiptadeild og fræðsludeild) og yfirstjórn (framkvæmdastjóri). Nánari skiptingu verkefna milli sviða og deilda má sjá í skipuritinu sjálfu.
Með innleiðingu þessara breytinga hafa verið tekin markviss og mikilvæg skref í því að styrkja starfsemi og skipulag skrifstofu KSÍ og gera henni enn betur kleift að þjónusta aðildarfélög KSÍ, iðkendur, þjálfara og dómara, fjölmiðla, landslið, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila.
Viðtal við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ um nýtt skipurit og skipulagsbreytingar: