Félagaskipti leikmanna milli landa í FIFA TMS frá 1. október 2019
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með dreifibréfi frá FIFA, dags. 1. júlí 2019 (Circular no.1679), voru kynntar breytingar sem orðið hafa á reglugerð FIFA um stöðu og félagaskipti leikmanna (FIFA regulations on the status and transfer of players.
Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa snúa að almennum reglum um félagaskipti leikmanna á milli landa og taka þær gildi þann 1. október 2019.
Frá og með 1. október 2019 munu öll félagaskipti leikmanna (karla og kvenna) á milli landa þurfa að vera framkvæmd í gegnum félagaskiptakerfi FIFA ITMS (FIFA International Transfer Matching System). FIFA ITMS kerfið hefur nú þegar verið notað fyrir milli landa félagaskipti karla og kvenna í efstu deildum um nokkurt skeið og munu milli landa félagaskipti leikmanna neðri deilda nú einnig vera framkvæmd með sama hætti.
Við er að búast að starfsfólk þó nokkurra aðildarfélaga sé ekki kunnugt umræddu félagaskiptakerfi og er viðkomandi starfsfólk hvatt til að hafa samband við Þorvald Ingimundarson (thorvaldur@ksi.is) eða Hauk Hinriksson (haukur@ksi.is) á skrifstofu KSÍ. Munu Þorvaldur og Haukur geta veitt viðeigandi fulltrúm kennslu á ITMS kerfið og nauðsynlega hjálp við að koma upp aðgangi fyrir hvert félag. Í tilvikum félaga sem ekki hafa fulltrúa í starfi hjá sér, þá er viðeigandi félögum heimilt að veita skrifstofu KSÍ umboð til að afgreiða milli landa félagaskipti fyrir þeirra hönd.