• lau. 14. sep. 2019
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Víkingar Mjólkurbikarmeistarar karla 2019

Víkingur vann 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvellinum í dag, laugardag.  Þetta er annar bikarmeistaratitill félagsins, en sá fyrri vannst árið 1971. 

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 58. mínútu leiksins og var það Óttar Magnús Karlsson sem skoraði.  Tveimur mínútum eftir markið var Pétri Viðarssyni leikmanni FH vísað af velli og léku FH-ingar því einum færri það sem eftir lifði leiks.  Þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða til að skora mark reyndist mark Óttars vera sigurmark leiksins og fögnuðu Víkingar innilega vel og lengi með sínum stuðningsmönnum í leikslok. 

Leikskýrslan