• fim. 12. sep. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

120 þúsund áhorfendur hafa sótt leikina 114

Þegar þremur umferðum er ólokið í Pepsi Max deild karla hafa 120.242 áhorfendur mætt á leikina 114 sem leiknir hafa verið, eða 1.055 að meðaltali. Sjö af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum, og eitt félag er reyndar býsna nærri því líka, með 999 áhorfendur að meðaltali. Flestir sækja heimaleiki KR að meðaltali, eða 1.623, en þar á eftir koma Breiðablik (1.394) og FH (1.368).

 

Félag

Meðaltal

KR

1623

Breiðablik

1394

FH

1368

Fylkir

1232

ÍA

1161

Stjarnan

1062

Valur

1048

Víkingur

999

HK

886

KA

833

Grindavík

615

ÍBV

507

Alls

1055

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net