Úrskurðir í nokkrum málum
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í fimm málum og er hægt að lesa sér til um það hér.
Mál 09/2019 - Valur vegna merkinga á treyjum
Í úrskurðarorði segir: „Knattspyrnudeild Vals er veitt áminning. Dagsektir að fjárhæð kr. 5.000 leggjast á Knattspyrnudeild Vals frá og með 15 dögum frá uppkvaðningu þessar úrskurðar, fyrir hvern dag sem líður þangað til úrbótum á merkingum treyja félagsins hefur verið komið við..“
Mál 10/2019 - Magni vegna ummæla þjálfara
Í úrskurðarorði segir: ,,Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 3. september 2019 að sekta Íþróttafélagið Magna, um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Sveins."
Mál 11/2019 - Leiknir R. vegna ummæla þjálfara
Í úrskurðarorði segir: ,,Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 3. september 2019 að sekta knattspyrnudeild Leiknis R., um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Sigurðar."
Mál 12/2019 - Þór/KA/Hamrarnir gegn Þrótti R.
Í úrskurðarorði segir: ,,Úrslitum í leik Þróttar og Þór/KA/Hamranna í A deild 2. flokks Íslandsmóts kvenna, sem leikinn var á Eimskipsvelli þann 1. september sl., er breytt og Þór/KA/Hömrunum úrskurðaður 0-3 sigur í leiknum. Kærði, Þróttur, greiði kr. 10.000,- í sekt til KSÍ."
Mál 13/2019 - FH gegn Breiðablik
Í úrskurðarorði segir: ,,Úrslitum í leik FH og Breiðablik í A riðli í Íslandsmóti í 3. flokki karla B, sem leikinn var á Kaplakrikavelli þann 29. ágúst sl., er breytt og Breiðablik úrskurðaður 0-3 sigur í leiknum. Kærði, FH, greiði kr. 10.000,- í sekt til KSÍ."