Súpufundur KSÍ - Dr. Karl Steptoe - fyrirlesturinn kominn á miðla KSÍ
Dr. Karl Steptoe, yfirsálfræðingur akademíu Leicester City hélt erindi á súpufundi KSÍ þann 28. ágúst síðastliðinn í höfuðstöðvum KSÍ. Hann starfar jafnframt á íþróttasálfræðisviði Lougborough University.
Karl ræddi starf sitt og reynslu sem íþróttasálfræðingur hjá akademíu í ensku úrvalsdeildarliði. Hann ræddi einnig um hlutverk íþróttasálfræðingsins, hvernig hann getur gagnast félaginu og hvaða áskoranir hann þarf að takast á við.
Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan.