Aldursflokkkun yngri landsliða uppfærð
Í samræmi við samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 8. ágúst síðastliðinn hefur aldursflokkun landsliða verið uppfærð í Mótakerfi KSÍ. Þannig hefur aldursflokkun á mótum yngri landsliða, þar sem við átti, verið breytt og tekur aldursflokkun tiltekins móts mið af því á hvaða almanaksári viðkomandi móti lýkur. Sem dæmi má nefna að Norðurlandamót, sem áður voru flokkuð sem U17, eru nú öll flokkuð sem U16.Breytingin hefur auðvitað áhrif á fjölda landsleikja í aldursflokka hjá tilteknum leikmanni, þannig að í sumum tilfellum breytast t.d. áður skráðir U17 leikir í U16, en heildarfjöldi landsleikja viðkomandi leikmanns breytist þó vitanlega ekki.