• mið. 28. ágú. 2019
  • Landslið

Stelpur í sókn og vörn

Í tengslum við leiki A landsliðs kvenna í undankeppni EM 2021 hefur Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sett upp sýningu á teikningum og vatnslitamyndum sínum, "Stelpurnar okkar í sókn og vörn", á 3. hæð í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli.  Kristín er m.a. þekkt fyrir að hafa hannað íslensku peningaseðlana og íslenska vegabréfið, mörg fyrirtækjamerki og svo sérstaklega fyrir vatnslitamyndir sínar af íslenskri náttúru. 

Nánar um Kristínu

Þetta hefur Kristín m.a. að segja um sýninguna og verkin:

Ég sýni línuteikningar af "stelpunum okkar í sókn og vörn".  Nútíma myndavélar ná svo ótrúlegum augnablikum af þeim og frysta í loftinu eins og sjá má á íþróttasíðum dagblaðanna ... ég stenst ekki freistinguna og læt pennann minn dansa á pappírnum.

Nánar um sýninguna