Grasrótarverkefni KSÍ - Komdu í fótbolta - var á Vestfjörðum í vikunni
Grasrótarverkefni KSÍ, Komdu í fótbolta, var á ferð og flugi í vikunni á Vestfjörðum. Frábær mæting var á allar æfingarnar og og mikil gleði.
Siguróli Kristjánsson, Moli, er umsjónarmaður verkefnisins.
Hann heimsótti í vikunni Patreksfjörð, en þar var sameiginlega æfing með Tálknafirði og Bíldudal, ásamt því að fara á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri.
Alls mættu 85 krakkar á æfingar vikunnar ásamt fjölda forráðamanna.
Hægt er að sjá meira um verkefnið á síðu þess hér að neðan: