Sektuð fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki 18 ára og yngri leikmanna
Sænska happdrættiseftirlitið hefur sektað fjölmörg veðmálafyrirtæki sem reka starfsemi í Svíþjóð um háar upphæðir fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki þar sem keppendur eru að meirihluta undir 18 ára aldri. Hluti af málsgögnum hjá sænska happdrættiseftirlitinu voru leikskýrslur frá KSÍ úr leikjum, m.a. í 2. flokki karla þar sem boðið var upp á margskonar veðmál.
Stjórn KSÍ íterkar mikilvægi þess að unnið sé hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að hægt sé að veðja á leiki í yngri flokkum í knattspyrnu á Íslandi.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.