• fös. 16. ágú. 2019
  • Fundargerðir

2222. fundur stjórnar KSÍ - 8. ágúst 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. 
Mættur formaður ÍTF:  Haraldur Haraldsson.
Mættur framkvæmdastjóri KSÍ:  Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.   
Gestur (dagskrárliður 1):  Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs. 

Forföll:  Engin

Þetta var gert:  

  1. Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs kynnti helstu hugmyndir sínar um knattspyrnuna á Íslandi og framþróun hennar.  Arnar ræddi um mótun starfsins og verkefnin framundan.  Einnig kynnti Arnar hugmyndir um breytt fyrirkomulag æfinga yngri landsliða yfir vetrartímann, æfingar á landsbyggðinni, mælingar, gagnagrunna, breytingar á grasrótinni ofl.   

    Arnar Þór vék af fundi kl. 17:05.

  2. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.

  3. Fundargerðir nefnda/starfshópa lagðar fram til kynningar:
    • Mótanefnd 12. júní 2019 
    • Dómaranefnd 9. júlí 2019 
    • Mannvirkjanefnd 20. júní 2019 
    • Landsliðsnefnd karla 7. ágúst 2019 
  4. Lög og reglugerðir 
    • Lagt var fram bréf frá ÍSÍ um lög KSÍ og drög að mögulegri breytingartillögu á lögum KSÍ fyrir ársþing 2020.  Málið fer til laga- og leikreglnanefndar til frekari úrvinnslu fyrir næsta stjórnarfund.
    • Stjórn samþykkti tilögu um breytingu á reglugerð um knattspyrnumót, breytingar á grein 18.2. og nýjar greinar 20.4. og 21.5. 

      Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.

      Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað


      Lagt er til að grein 18.2. sem er svohljóðandi:

      18.2. Félög skulu tilkynna KSÍ um stærð og gerð leikvalla sinna fyrir 20. janúar ár hvert. Uppfylli leikvöllur félags ekki kröfur um lágmarksstærð skal umsókn þess um þátttöku í mótum á vegum KSÍ hafnað. KSÍ skal gera grein fyrir leikvöllum félaganna á heimasíðu KSÍ undir félagatali.

      verði svohljóðandi:

      18.2. Félög skulu tilkynna KSÍ um stærð og gerð leikvallar sem félagið hyggst leika á fyrir 10. janúar ár hvert og jafnframt leikvallar til vara verði aðalleikvöllur óleikfær. sinna fyrir 20. janúar ár hvert. Uppfylli leikvöllur félags ekki kröfur um lágmarksstærð skal umsókn þess um þátttöku í mótum á vegum KSÍ hafnað. KSÍ skal gera grein fyrir leikvöllum félaganna á heimasíðu KSÍ undir félagatali.


      Lagt er til að ný ákvæði 20.4. og 21.5. bætist við reglugerðina, þau eru svohljóðandi:

      20.4. Mótanefnd er heimilt að styðjast við tölvuforrit við niðurröðun leikja.

      21.5. Ef lið eru jöfn að stigum í úrslitakeppni 4., 5. og 6. aldursflokks, þar sem leikið er í riðlum, telja ekki mörk viðkomandi liða í leikjum gegn neðsta liði viðkomandi riðils.

    • Stjórn KSÍ samþykkti tillögu um breytingu á reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara: 

      Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
      Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað

      1.gr.

      Almenn ákvæði

      1.1. Allir þjálfarar skulu hafa fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna. 

      1.2. Skilgreining á hlutverki aðalþjálfara: Aðalþjálfari skipuleggur og stjórnar æfingum flokksins sem hann þjálfar og er viðstaddur leiki liðsins. Hann er ábyrgur fyrir knattspyrnulegri stjórnun flokksins og ber faglega ábyrgð á starfi og árangri hans.

      1.3. Skilgreining á hlutverki yfirþjálfari: Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með yngri flokka starfi og þjálfurum yngri flokka félagsins. Hann er ábyrgur fyrir knattspyrnulegri stjórnun yngri flokka og ber faglega ábyrgð á þjálfun barna og unglinga hjá sínu félagi.

      1.4. Lágmarks aldur þjálfara sem hefja nám á námskeiðum KSÍ skal vera 15. aldursár.

      1.5. Almennt skal líða a.m.k. eitt ár frá útskrift þjálfara með KSÍ B þjálfararéttindi og þangað til þeir geta sótt um inngöngu á KSÍ VI þjálfaranámskeið. Þjálfarar sem hafa leikið a.m.k. 10 A landsleiki fyrir sína þjóð geta sótt um inngöngu á KSÍ VI þjálfaranámskeið um leið og þeir ljúka KSÍ B þjálfaragráðu.


      2.gr.

      Menntunarkröfur

      2.1. Félög skulu gera kröfur til þjálfara sinna um menntun samkvæmt eftirfarandi:

      Þjálfun

      Aðalþjálfari

      Aðstoðarþjálfari

       

      Markmannsþjálfari

      Efsta deild karla, 1. deild karla, 2. deild karla, efsta deild kvenna og 1. deild kvenna

      UEFA Pro gráða eða

      KSÍ A gráða

      KSÍ B gráða og KSÍ V námskeið að auki

       

      KSÍ (UEFA) A Markmannsþjálfaragráða eða

      KSÍ Markmannsþjálfaragráða

      2. deild karla, 3. deild karla, 4. deild karla, 2. deild kvenna og 2. flokkur

      KSÍ B gráða og KSÍ V námskeið að auki

      KSÍ B gráða

       

      KSÍ Markmannsþjálfaragráða eða KSÍ B gráða

      Yfirþjálfari yngri flokka

      KSÍ A gráða

      KSÍ Afreksþjálfun unglinga

       

       

       

      3. og 4. flokkur

      KSÍ B gráða og KSÍ V námskeið að auki

      KSÍ II

       

      KSÍ II

      KSÍ B gráða

      Yfirþjálfari í 5., 6., 7. og 8. flokki

      KSÍ B gráða

       

       

       

      5. 6. 7. og 8. flokkur og flokkar þar sem eingöngu er keppni í 7 eða 5 manna liðum

      KSÍ I

      KSÍ B gráða

      KSÍ I

      KSÍ II

       

      KSÍ I

      KSÍ III


      3.gr.

      Mat á þjálfaragráðum

      3.1. KSÍ er aðili að þjálfarasáttmála UEFA og metur því UEFA A og UEFA B þjálfaragráður frá öllum löndum Evrópu til jafns við KSÍ A og KSÍ B gráðurnar.


      4.gr.

      Endurmenntun

      4.1. Þjálfarar með KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráður þurfa að sækja sér endurmenntun, lágmark 15 tíma á 3 ára fresti til að viðhalda réttindunum sínum og skila inn staðfestingu því til sönnunar til fræðslustjóra KSÍ. 

      4.2. Fræðslunefnd KSÍ ákvarðar hvað telst gild endurmenntun til endurnýjunar á þjálfararéttindunum. 

      5.gr.

      Mat réttinda

      5.1. Fræðslunefnd KSÍ metur hvaða réttindi nám/námskeið á Íslandi og erlendis veita og hvaða réttindi útlendingar þjálfarar sem sótt hafa þjálfaranám erlendis hafa til þjálfunar á Íslandi.

      5.2 Fræðslunefnd KSÍ getur veitt I.-II. stigs þjálfararéttindi þeim sem hafa knattspyrnuferil að baki. 


      6.gr.

      Undanþágur

      6.1. Fræðslunefnd KSÍ er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum í reglugerð þessari ef veigamiklar og sérstakar ástæður liggja að baki. Slíkar undanþágur skal þó alltaf bera undir stjórn KSÍ til samþykktar.


      7.gr.

      Gildistaka

      7.1. Reglugerð þessi er sett með stoð í 20. 18. grein laga KSÍ og öðlast þegar gildi nema grein 2.1. sem tekur gildi þann 1. nóvember 2010 en þar til gildir grein 2.1. í reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara er var samþykkt var af stjórn 23. apríl 2007.  

      Við gildistöku hennar fellur úr gildi eldri reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara.

    • Rætt var um þingsályktunartillöga um hlutgengi leikmanna (tillaga á síðasta ársþingi KSÍ).  Drög að reglugerðarbreytingu eru tilbúin og verður send til Breiðabliks, HK og Fjölnis til umsagnar. 

  5. Leyfiskerfi KSÍ
    • Lagt var fram yfirlit yfir fjölda leikmanna í tengslum við læknisskoðanir leikmanna í yngri flokkum í leyfiskerfinu.  Þá hefur KSÍ sent fyrirspurn til Persónuverndar um málið.  Beðið er eftir svörum frá Persónuvernd og í framhaldinu verður óskað eftir fundi með formanni heilbrigðisnefndar KSÍ og farið yfir málið með honum.  Stjórn sammála um það að það gæti verið gagnlegt að fá upplýsingar um það hvernig hinar Norðurlandaþjóðirnar meðhöndla þessi ákvæði í leyfisreglugerðinni (sérstaklega horft til Færeyja).  Haraldur og Klara vinna málið frekar milli funda.    

  6. Markaðsmál
    • Rætt um búningamál og vörumerki KSÍ.

  7. Mótamál 
    • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar rædd um mótamál.  Almennt má segja að mótahald hafi gengið vel.  Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikar kvenna sem fer fram laugardaginn 17. ágúst. Úrslitakeppnir yngri flokka hefjast í lok ágúst.  Starfshópar mótanefndar hafa verið í sambandi út af þeim málum sem hafa komið upp.  Þó nokkuð af leikjum í meistaraflokki hefur verið breytt af ýmsum ástæðum:v/U16 kvenna
      • v/úrslitaleiks mjólkurbikars kvenna
      • v/Evrópukeppna félagsliða – Færslur um einn dag
      • v/Ed Sheeran tónleika – Minniháttar breytingar

      Dagana 8.-11. júlí setti mótanefnd á alla leiki yngri flokka sem ekki höfðu farið fram.  Samtals voru settir á 90 óleiknir leikir ABCD-liða (2. fl. 16 leikir, 3. fl. 27 leikir, 4. fl. 13 leikir, 5. fl. 34 leikir).  Í flestum þessara tilfella höfðu félög frestað leikjum án samráðs við KSÍ.

  8. Dómaramál
    • Ingi Sigurðsson nefndarmaður úr dómaranefnd ræddi um þrekpróf dómara og frammistöðu dómara í leikjum.  Þá ræddi Ingi um skýrslur eftirlitsmanna.

  9. Landsliðsmál 
    • Stjórn samþykkti að breyta nöfnum á yngri landsliðum karla og kvenna í samræmi við aldur leikmanna í viðkomandi landsliði.   
       
  10. Mannvirkjamál
    • Lögð voru fram gögn frá UEFA vegna innfylliefna á gervigrasvöllum.  Stjórn samþykkti að senda málið til mannvirkjanefndar KSÍ til umfjöllunar. 
    • Stjórn samþykkti tillögu mannvirkjanefndar um að styrkja KR um kr. 2.000.000 úr mannvirkjasjóði KSÍ.  Bókun mannvirkjanefndar um málið var svohljóðandi:  Mannvirkjanefnd KSÍ hefur borist til umfjöllunar umsókn í Mannvirkjasjóð KSÍ frá KR vegna uppsetningar vökvunarkerfis á aðalvelli félagsins. Umrædd umsókn lá ekki fyrir á sínum tíma við yfirferð nefndarinnar á innsendum umsóknum, en nefndin hefur nú yfirfarið umsóknina frá KR. Nefndin leggur til að umrædd umsókn verði veittur styrkur úr Mannvirkjasjóði að fjárhæð kr. 2.000.000, enda verkefnið til þess fallið að skapa sem bestar aðstæður á yfirborði aðalleikvangs félagsins.

  11. Fjármál
    • Framkvæmdastjóri KSÍ kynnti 6 mánaða uppgjör sambandsins.  Flestir liðir í rekstartekjum og gjöldum eru í samræmi við áætlanir en rekstartekjur Laugardalsvallar eru undir áætlun ársins. Rekstrarkostnaður landsliða er yfir áætlun enda hefur til dæmis bæði flug- og gistikostnaður hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir og ekki var gert ráð fyrir úrslitakeppni EM U17 karla í áætlun.  Stjórn ítrekaði mikilvægi þess að formenn landsliðsnefnda rýni vel í kostnað við sín lið og aðstoði við að gæta aðhalds fyrir hvert og eitt lið.  Fjárhags- og eftirlitsnefnd mun standa fyrir innri endurskoðun á samþykktarferlum og öðru slíku í haust í samræmi við hlutverk nefndarinnar. 

  12. Önnur mál 
    • Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem voru sett í ferli eftir heimsóknir til aðildarfélaga og komu fram í skýrslum. Frestað til næsta fundar.  
    • Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins hefur óskað eftir ábendingum og/eða tillögum frá starfshópi um skattalegt umhverfi þriðja geirans (skiladagur 30. ágúst).  Starfshópur KSÍ um skattamál undirbýr svar KSÍ.     
    • Framkvæmdastjóri KSÍ vakti athygli á að því að sænska happdrættiseftirlitið hefur, á grundvelli nýrra veðmálalaga í Svíþjóð, hafið að sekta veðmálafyrirtæki í landinu fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki yngri flokka í knattspyrnu (m.a. leiki á Íslandi).  Samkvæmt nýju lögunum er veðmálafyrirtækjum óheimilt að bjóða upp á veðmál sem tengjast viðburðum þar sem meirihluti þátttakenda eru undir 18 ára aldri.  Stjórn KSÍ ítrekar mikilvægi þess að unnið sé hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að hægt sé að veðja á leiki í yngri flokkum í knattspyrnu á Íslandi. 
    • Samþykkt að halda formanna- og framkvæmdastjórafund KSÍ þann 23. nóvember næstkomandi. 
    • Norðurlandafundur knattspyrnusambanda fer fram þann 16.-18. ágúst næstkomandi í Osló.
    • Árleg endurskoðun FIFA fer fram þann 26.-30. ágúst.
    • Árleg heimsókn UEFA vegna leyfiskerfis KSÍ verður þann 26.-30. ágúst, ásamt ítarlegri úrtaksskoðun á leyfiskerfinu.
    • Unnið er hörðum höndum að sameiginlegri umsókn Norðurlandanna um HM kvenna 2027 og voru Norðurlöndin fyrst til að lýsa opinberlega yfir áhuga sínum á mótshaldinu 2027.
    • Undirbúningur fyrir tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli gengur samkvæmt áætlun en um risavaxið verkefni er um að ræða.  Víðir Reynisson og Kristinn V. Jóhannsson leiða verkefnið fyrir hönd KSÍ og hafa tónleikahaldarar líst yfir ánægju með gott samstarf.   
    • Þorsteinn Gunnarsson gerði grein fyrir verkefninu „Heimsóknir til minni aðildarfélaga“.  Verkefnið gengur vel og Siguróli Kristjánsson verkefnisstjóri er að vinna gott starf.  Rætt um mögulegt framhald verkefnisins og tengingu við landsliðsæfingar á landsbyggðinni í vetur.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 20:00