• þri. 06. ágú. 2019
  • Dómaramál

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, gefur út nánari fyrirmæli um framkvæmd markspyrnu

Alþjóðanefnd Knattspyrnusambanda (IFAB) hefur gefið út nánari fyrirmæli um framkvæmd markspyrnu.

Sérfræðingar nefndarinnar eru ekki sammála hvort þetta sé innan marka knattspyrnulaganna og mun málið vera skoðað betur á næstunni.

Á meðan ákvörðun hefur ekki verið tekin er óheimilt að framkvæma markspyrnu á þann hátt að markvörður vippi boltanum til samherja sem sendir til baka með höfði, brjósti hné eða læri á markvörðinn. Í því tilfelli ber að endurtaka markspyrnuna.

FIFA og IFAB er að skoða málið betur og ljóst er að innan skamms tíma munu koma frekari fyrirmæli um þessa framkvæmd.

Meðfylgjandi er bréf IFAB.

Bréf IFAB