Rúmlega 13 þúsund hafa séð leiki Pepsi Max deildar kvenna
Þegar 61 leik í Pepsi Max deild kvenna er lokið er heildarfjöldi þeirra sem sótt hafa leikina 13.248, eða 217 áhorfendur að meðaltali. Um er að ræða fyrstu 12 umferðir deildarinnar, auk viðureignar Breiðabliks og Þórs/KA í 13. umferð.
Að meðaltali sækja flestir heimaleiki Vals (357), en skammt þar á eftir er Breiðablik (326). Þór/KA, Stjarnan og Selfoss eru öll með meðalaðsókn yfir 2 hundruð. Ef meðalaðsóknin það sem af er keppnistímabilinu 2019 er borin saman við 2018 má sjá fjölgun. Árið 2018 var meðalaðsóknin 186 per leik (16.695 áhorfendur alls), en 217 að meðaltali eftir 61 leik í ár, sem þýðir 14% hækkun á meðaltali milli ára.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net