• fim. 01. ágú. 2019
  • A kvenna

FIFA staðfestir stækkun HM kvenna 2023 í 32 lið

FIFA hefur staðfest að frá og með HM kvenna 2023 muni mótið innihalda 32 lið, en um er að ræða fjölgun úr 24 liðum.

Það hefur ekki enn verið ákveðið hvernig þessum auka átta sætum verði skipt á milli heimsálfa.

Tíu þjóðir hafa sýnt áhuga á að halda mótið, en þær eru:

Argentína

Ástralía

Bolivía

Brasilía

Kólombía

Japan

Nýja Sjáland

Suður Afríka

Suður Kórea (mögulega með Norður Kóreu)