A kvenna - Miðasala hafin á leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu
Opnað hefur verið fyrir miðasölu á tix.is á leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Leikirnir fara fram 29. ágúst og 2. september á Laugardalsvelli.
Um er að ræða fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021, en í riðlinum eru einnig Svíþjóð og Lettland.
Við bendum jafnframt á að enn er hægt að kaupa mótsmiða á alla heimaleiki liðsins í undankeppninni og fer sú sala fram á tix.is
Miðasala á leikinn gegn Ungverjalandi
Miðasala á leikinn gegn Slóvakíu