Mjólkurbikar kvenna - Undanúrslit fara fram á föstudag og laugardag
Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna verða leikin á föstudag og laugardag. Á föstudag mætast Fylkir og Selfoss, en á laugardag eru það KR og Þór/KA sem berjast um sæti í úrslitaleiknum.
Föstudagur
Fylkir - Selfoss á Würth vellinum kl. 19:15.
Selfoss lék til úrslita árin 2014 og 2015 og tapaði í bæði skiptin, en Fylkir hefur aldrei komist í úrslit bikarkeppninnar.
Laugardagur
KR - Þór/KA á Meistaravöllum kl. 14:00.
KR hefur orðið bikarmeistara fjórum sinnum, en besti árangur Þór/KA er þegar liðið komst í úrslit 2013 en tapaði þar 1-2 gegn Breiðablik. KR komst síðast þangað árið 2011 þar sem liðið tapaði 0-2 gegn Val.
Allir á völlinn!