Meistaradeild Evrópu - Valur mætir Maribor í dag
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir Maribor í dag í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram ytra og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.
Liðin mættust á Origo vellinum í síðustu viku og endaði sá leikur með 3-0 sigri Maribor.
Sigurvegari viðureignarinnar mætir annað hvort Ararat-Armenia eða AIK í næstu umferð. Það lið tapar fer hins vegar í Evrópudeildina og mætir þar Ferencvaros eða Ludogorets Razgrad.