Evrópudeildin - Stjarnan, KR og Breiðablik í eldlínunni á fimmtudag
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan, KR og Breiðablik leika í Evrópudeildinni á fimmtudag, en um er að ræða síðari viðureignir liðanna.
KR mætir Molde á Meistaravöllum og hefst leikurinn kl. 19:00. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Cukaricki frá Serbíu.
Breiðablik og Stjarnan leika bæði ytra. Stjarnan mætir Levadia Tallin kl. 16:00 á meðan leikur Vaduz og Breiðablik hefst kl. 17:00. Stjarnan mætir Espanyol ef liðinu tekst að slá Levadia Tallin út en Breiðablik leikur gegn Zeta, Svartfjallalandi, eða Fehervar, Ungverjalandi, komist liðið áfram.