210 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi Max deildar kvenna
Alls hafa 9.009 áhorfendur sótt leikina 43 sem leiknir hafa verið í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri, eða 210 manns að meðaltali á hvern leik. Flestir áhorfendur að meðaltali mæta á heimaleiki Breiðabliks, eða 392, og næst flestir á heimaleiki Vals, eða 344. Best sótti leikurinn hingað til var einmitt viðureign þessara liða að Hlíðarenda, en þar voru áhorfendur 828 talsins.
|
Alls heima |
Meðaltal |
Breiðablik |
1.177 |
392 |
Fylkir |
700 |
175 |
HK/Víkingur |
661 |
165 |
ÍBV |
538 |
108 |
Keflavík |
782 |
156 |
KR |
545 |
136 |
Selfoss |
764 |
191 |
Stjarnan |
1.061 |
212 |
Þór/KA |
1.059 |
265 |
Valur |
1.722 |
344 |
Samtals |
9.009 |
210 |
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.