KR, Stjarnan og Breiðablik leika í Evrópudeildinni á fimmtudag
KR, Stjarnan og Breiðablik eiga öll leiki í undankeppni Evrópudeildar UEFA í vikunni og öll leika þau á fimmtudag. KR-ingar mæta norska liðinu Molde á útivelli, en Breiðablik og Stjarnan eiga heimaleiki, þar sem Blikar mæta Vaduz frá Liechtenstein og Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Levadia Tallinn. Heimaleikir íslensku liðanna á fimmtudag hefjast báðir kl. 20:00.