NM U17 kvenna - Leikið gegn Dönum í dag
Ísland leikur í dag, lokaleik sinn í riðlakeppni NM U17 kvenna en leikið er í Svíþjóð. Mótherjar dagsins eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Ísland er með fjögur stig, líkt og Þýskaland, fyrir lokaumferðina og með sigri í dag, tryggir íslenska liðið sér annað hvort leik um 1. eða 3. sætið á þessu Norðurlandamóti.
Byrjunarliðið í dag er þannig skipað:
Markvörður:
- Aníta Ólafsdóttir
Varnarmenn:
- Jakobína Hjörvarsdóttir
- Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
- Andrea Marý Sigurjónsdóttir
- Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Miðjumenn:
- Þórhildur Þórhallsdóttir
- Hildur Lilja Ágústsdóttir
- Amanda Jacobsen Andradóttir
- Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
- María Catharina Ólafsdóttir Gros
Framherji:
- Bryndís Arna Níelsdóttir
Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ