Vængir Júpíters til Kýpur
Í dag var dregið í undankeppni Meistaradeildar UEFA í Futsal og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Íslandsmeistararnir í Vængjum Júpíters voru í pottinum og bíður þeirra nokkuð langt ferðalag þar sem þeir munu leika riðil sinn á Kýpur. Auk gestgjafanna í Omnonia Nicosia, verða í riðlinum Pinerola Brastislava frá Slóvakíu og Gazi Üniversitesi frá Tyrklandi.
Riðillinn verður leikinn 27. ágúst til 1. september og mun sigurvegari riðilsins komast áfram í keppninni.