NM U17 kvenna - Ísland mætir Noregi
Íslensku stelpurnar mæta Noregi í dag, fimmtudaginn 4. júlí, á Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer þessa dagana í Svíþjóð. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er þetta önnur umferðin í riðlakeppninni.
Ísland gerði 3 - 3 jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum, eftir að hafa lent 3 - 0 undir. Norsku stelpurnar voru á skotskónum í sínum fyrsta leik, lögðu Dani 5 - 0.
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:
Markvörður:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Varnarmenn:
Hildur Björk Búadóttir
Emma Steinsen Jónsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, fyrirliði
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Tengiliðir:
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir
Karen Guðmundsdóttir
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
María Catharina Ólafsdóttir Cros
Sóknarmaður:
Bryndís Arna Níelsdóttir
Leikir Íslands
Þriðjudagur 2. júlí kl. 16:00: Þýskaland - Ísland, Nösnäsvallen 3 - 3
Fimmtudagur 4. júlí kl. 16:00: Ísland Noregur, Strömsvallen
Laugardagur 6. júlí kl. 14:00: Danmörk - Ísland, Havsvallen
Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ